Ég heiti Ingólfur Haukur Vilhjálmsson, kallaður Ingó, fæddur þann 3.apríl 1981 og er innfæddur Borgnesingur.
Ég fór snemma að hafa áhuga á smíðum og hóf því nám í blikksmíðum 18 ára gamall og útskrifaðist árið 2001 með sveinspróf. Ég hóf síðar nám í meistaraskólanum eða árið 2006 og útskrifaðist sem Blikksmíðameistari 2007. Er starfandi verkstjóri í blikksmiðjunni hjá LímtréVírnet.
Ég hef unnið hjá Vírneti síðan árið 1996 heitir LímtréVírnet í dag.
Ef þig vantar að ná sambandi við mig er gsm síminn 892 1622 og netfangið er ingovill@gmail.com
Ál er frumefni með táknið Al og er númer þrettán í lotukerfinu. Ál er silfurlitaður og sveigjanlegur tregur málmur og finnst yfirleitt í náttúrunni í formi jarðgrýtis báxít. Efnið hefur einstaklega gott viðnám gegn tæringu og er þekkt fyrir styrk og léttleika. Ál er notað mikið í iðnaði við framleiðslu á margvíslegum vörum og er gríðarlega mikilvægt heimsbúskapnum. Byggingarhlutar úr áli eru nauðsynlegir flugiðnaðinum og mikilvægir á öðrum sviðum flutningariðnaðar, þar sem not eru fyrir léttleika, varanleika og styrk.
Járn
Járn er frumefni með efnatáknið Fe og er númer 26 í lotukerfinu. Venjulegt járntóm hefur 56 sinnum meiri massa en venjulegt vetnisatóm. Járn er algengasti málmurinn og er talið tíunda algengasta frumefnið í alheiminum. Jörðin er einnig af mestum hluta búin til úr járni (um 34,6% eftir þyngd). Lög jarðarinnar hafa að geyma mismunandi hlutföll af járni; kjarninn er til að mynda að miklum hluta úr járni meðan skorpan er aðeins um 5% gerð úr því. Það er mögulegt að innri kjarninn sé gerður úr einum járnkristalli þó að það sé líklegra að hann sé blanda af járni og nikkel. Þetta magn járns er talið orsakavaldur segulsviðs jarðar. Efnatákn þess, Fe er skammstöfun á latneska heitinu yfir járn, ferrum. Járn er málmur sem að unninn er úr járngrýti og finnst yfirleitt aldrei í sinni náttúrulegu mynd. Til að ná járni á frumefnaformi, verður að ná út úr því óhreinindum með rýringu. Járn er notað í framleiðslu á stál, sem er ekki frumefni heldur málmblanda, lausn mismunandi málma (og stundum málmleysingja, þá sérstaklega kolefni). Kjarni járns hefur hæstu bindiorku kjarneinda, þannig að það er þyngsta frumefnið sem framleitt er með kjarnasamruna og það léttasta með kjarnaflofnun. Þegar stjarna hefur að geyma nógan massa fer hún að framleiða járn. Þegar járnframleiðsla hefst getur hún ekki lengur framleitt orku í kjarna sínum og verður þá að sprengistjörnu. Heimsfræðileg líkön með opin alheim spá um fyrir stigi þar sem, sökum hægs kjarnasamruna og kjarnaklofnunar, að allt muni breytast í járn.
Ryðfrítt stál
Ryðfrítt stál er skilgreint í málmfræði sem járnmálmblanda með að minnsta kosti 10.5% króminnihald. Ryðfrítt stál, eins og nafnið gefur til kynna, ryðgar mjög lítið samanborið við venjulegt stál. Ryðfrítt stál hefur mjög gott þol við oxun (ryð) og tæringu í við mismunandi aðstæður. Það var fundið upp árið 1913 af Harry Brearley í Brown-Firth rannsóknarstofunni í Sheffield, Englandi. Hann hafði verið að rannsaka leiðir til að draga úr tæringu í byssuhlaupum, þegar hann tók eftir að prufa, sem að hann hafði hent, ryðgaði ekki. Háu oxunarviðmóti við lofti, við staðalhitastig, er yfirleitt náð með því að bæta við meira en 12% (eftir þyngd) af krómi. Krómið myndar lag af króm(III)oxíði (Cr2O3) þegar það kemst í snertingu við súrefni. Þetta lag er of þunnt til að vera sjánlegt, sem þýðir að málmurinn helst gljáandi. Það er hinsvegar vatnshelt og loftþétt, sem að verndar málminn sem að liggur undir laginu. Einnig, þegar yfirborðið rispast, endurmótast þetta lag aftur. Þetta fyrirbæri er kallað óvirknun og sést einnig í öðrum málmum, til dæmis áli. Af þessum sökum, þegar ryðfríir stálpartar eins og til dæmi rær og boltar eru skrúfaðir saman, getur þetta oxíðlag skrapast af sem að veldir því að partarnir hreinlega soðna saman þar sem að oxíðlög þeirra snertast.
Kopar
Kopar eða eir er frumefni með efnatáknið Cu og er númer 29 í lotukerfinu. Kopar er rauðleitur málmur með mikla raf- og hitaleiðni (á meðal hreinna málma, við stofuhitastig, hefur einungis silfur hærri rafleiðni). Kopar má vel vera elsti málmur í notkun í dag. Fundist hafa tilbúnir hlutir úr kopar sem að eru taldir eru frá um 8700 f.Kr. Auk þess að finnast í margvíslegu málmgrýti, finnst kopar sum staðar í hreinu formi. Á tímum grikkja, var málmurinn þekktur undir nafninu chalkos. Á tíma rómverja var það hann svo þekktur sem aes Cyprium (aes er almennt latneskt orð yfir koparmálmblöndur eins og brons og aðra málma, og því að svo mikið af því var unnið úr námum í Kýpur). Úr þessu var orðtakið einfaldað yfir í cuprum og þaðan, með breytingum, yfir í íslenska orðið kopar.
Sink
Sink er frumefni með efnatáknið Zn og er númer 30 í lotukerfinu. Sink er nokkuð hvarfgjarn málmur sem binst við súrefni og aðra málmleysingja og verkar á daufar sýrur með því að losa um vetni. Eina algenga oxunarstig sinks er +2. Sink er fjórði algengasti málmurinn í notkun í dag, á eftir járni, áli og kopar í magni tonna framleiddum ár hvert. Sink er notað til að húða málma eins og stál til að vernda þá gegn tæringu. Sink er notað í málmblöndur eins og látún, nýsilfur, ritvélamálm, ýmsar tegundir lóðtins o.s.frv. Látún, á sama hátt, hefur mikla notkunarmöguleika sökum styrkleika og tæringarþols. Sink er notað í steypumót, þá sérstaklega í bílaiðnaði.
Látun
Látún (einnig nefnt messing eða brass) er málmblanda kopars og sinks. Sumar tegundir látúns eru kallaðar brons þrátt fyrir hátt innihald sinks. Látún er verðmætt framleiðsluefni sökum hörku þess og vinnsluhæfni. Alfa látún, með minna en 38% sink, eru hamranlegt og hægt að vinna með það kalt. Beta látún, með hærra sinkmagn, er einungis hægt að vinna með hitað, en það er harðara og sterkara. Hvítt látún, með meira en 45% sink, er of brothætt fyrir daglega notkun. Sumar tegundir látúns eru bætt öðrum málmum til að breyta eiginleikum þeirra. Látún hefur verið þekkt síðan aftur á fornöld, langt áður en að sink eitt og sér var uppgötvað. Það var framleitt með því að bræða kopar saman við kalamín, sem að er sinkgrýti. Við þetta ferli, vinnst sink úr kalamíninu og blandast samstundis við koparinn. Hreint sink er hinsvegar of hvarfgjarnt til að framleiða með eldgömlum málmframleiðsluaðferðum. Í biblíunni er minnst á látún.
Blý
Blý er frumefni með efnatáknið Pb (frá latneska heitinu fyrir blý, Plumbum) og er númer 82 í lotukerfinu. Það er mjúkur, eitraður, þungur og þjáll tregur málmur. Blý er bláhvítt þegar það er nýsneitt en tærist yfir í daufgráan lit við snertingu vð loft vegna oxunar. Blý er notað í byggingargerð, blýsýrurafgeyma, byssukúlur, og sem partur af lóðmálmum, pjátri og sambræðanlegum málmblöndum. Blý hefur hæstu atómtölu allra stöðugra efna (þess má geta að Bismút-209 hefur helmingunartíma milljarðfaldan þekktan aldur alheimsins og er stundum talið sem stöðugt, þessvegna er bismút stundum talið hafa hæsta atómtölu allra stöðugra efna).
Tin
Tin er frumefni með efnatáknið Sn (frá latneska heitinu fyrir tin, Stannum) og er númer 50 í lotukerfinu. Þessi silfurkenndi, þjáli tregi málmur, sem að hvorki oxast í lofti né tærist auðveldlega, er notaður í margskyns málmblöndur og einnig til að þekja önnur efni til varnar tæringu. Tin er fyrst og fremst fengið úr steintegundinni cassiterite þar sem það finnst sem oxíð.
3 ummæli:
Myndarlegur jeppi... hversu mikið átt þú í honum?
Ég á allt rifflaða álið í kringum hann, mælaborðið, brettin og riðbætingar hér og þar. Ógeðslegur bíll en við erum ánægðir með hann.
hvað er þetta... hann er blár
Skrifa ummæli